Sprengjuleit í farþegarými lokið

Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. mbl.is/​Hari

Sprengjusérfræðingar sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar hafa lokið við að sprengjuleita farþegarými flugvélar sem lenti á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag í kjölfar sprengjuhótunar en ekkert óeðlilegt hefur fundist.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um en vél­in sem var á veg­um þýska flug­fé­lags­ins Condor hafði verið að á flugi frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Banda­ríkj­un­um. Hún var yfir Græn­landi þegar sprengju­hót­un­ barst ís­lensk­um flug­mála­yf­ir­völd­um.

266 farþegar voru um borð í vélinni sem greiðlega gekk að rýma.

Frétt uppfærð 21.45.

Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi og heldur hún áfram í flugstöð. Aðgerðastjórn hefur því lokið störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert