ÁTVR hvetur fólk til að versla snemma

ÁTVR hvetur fólk til að versla snemma inn fyrir verslunarmannahelgina.
ÁTVR hvetur fólk til að versla snemma inn fyrir verslunarmannahelgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fyrir þá sem vilja forðast raðir er gott að huga að því að vera tímanlega! Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins,“ segir í hvatningu sem ÁTVR beindi til viðskiptavina á heimasíðu sinni.

Að jafnaði er föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi einn af annasömustu dögum ársins í vínbúðunum. Í fyrra seldust 261 þúsund lítrar þann dag og alls fengu tæplega 41 þúsund viðskiptavinir þjónustu í vínbúðunum. Flestir koma á milli kl. 16 og 18 og þá gæti þurft að grípa til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum.

Í vínbúðunum er opið samkvæmt venju um verslunarmannahelgi á föstudag og laugardag en lokað sunnudag og mánudag, frídag verslunarmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert