Bílar yfirgefa brátt Hlemm

Hlemmur eins og hann á að vera eftir breytinguna.
Hlemmur eins og hann á að vera eftir breytinguna. Mynd/Dagný Land Design og Manda Works.

Strax eftir verslunarmannahelgina verður hafist handa við að breyta hluta Laugavegar, frá Hlemmi að Snorrabraut. Framvegis munu bílar ekki geta ekið um þennan kafla götunnar, eins og þeir hafa getað gert allt frá fyrri hluta síðustu aldar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Það á „að umbreyta Hlemmsvæðinu í mannvæna og lífvæna borgarbyggð,“ eins og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Nú er sem sagt gengin í garð síðasta vikan þar sem möguleiki er að aka þennan kafla Laugavegar.

Vegarkaflinn sem um ræðir liggur frá Mathöllinni á Hlemmi, þ.e. frá húsinu við Laugavegi 105 að Snorrabraut. Samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar á að umbreyta svæðinu með gróðri, setsvæðum, hjólastæðum og óformlegum leikrýmum. Núverandi fráveitulögn verður endurnýjuð með tvöföldu kerfi regnvatns- og skolps. Fyrirliggjandi heimæðar og niðurföll verða tengd nýja kerfinu, auk nýrra svelgja í regnbeðum. Endurnýja á hluta hitaveitulagna í götustæði.

Stálprófíll leiðandi þáttur

„Stálprófíll sem rís og hnígur er leiðandi þáttur á þessum kafla en í honum er einnig falin óbein lýsing á völdum svæðum og afmarkar hann þjónustuleiðir í göturýminu,“ segir í lýsingu. Yfirborð götunnar, kallað snákur, verður myndað með náttúrusteini og afmarkar hann þjónustuleiðir í göturýminu. Sömuleiðis mun hann þjóna hlutverki blágrænna ofanvatnslausna. Sólarmegin á Laugaveginum er gert ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið út í göngurýmið. Dagný Land Design og MandaWorks eru hönnuðir göturýmisins.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert