Fundar með forsetanum á morgun

John Snorri og Lína Móey.
John Snorri og Lína Móey.

Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, fundar með forseta Pakistans, Arif Alvi, á morgun. Þessu greinir hún frá í sögu sinni á samfélagsmiðlinum Instagram í dag.

Fjöl­skylda Johns lagði af stað í fyrradag til Pak­ist­an, en þau fara í þeim til­gangi að ljúka leiðangri hans til að klifra fyrst­ur manna upp K2 fjallið að vetr­ar­lagi, þar sem hann fórst á síðasta ári.

Lína Móey fer í fyrramálið í morgunsjónvarpið hjá næst stærstu sjónvarpsstöð Pakistans og í framhaldi af því mun fjölskyldan fara að hitta forseta landsins.

Hún hefur sagt frá ferðinni á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram en fjöl­skyld­an mun dvelja í Pak­ist­an í tvær vik­ur og flokkast þau sem mik­il­vægir (e. high profile) gestir og því mun her­inn taka á móti þeim þegar þau lenda í Íslamabad, höfuðborg Pak­ist­an.

Fjöl­skylda Johns Snorra hafði fyrr í þess­um mánuði óskað þess að hann yrði færður og graf­inn þar sem vin­ir hans og fjall­göngu­menn­irn­ir Ali Sa­dp­ara og Jaun Pablo eru grafn­ir. Að öðrum kosti yrði hann færður frá göngu­leiðinni þangað sem hann sæ­ist ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka