Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, fundar með forseta Pakistans, Arif Alvi, á morgun. Þessu greinir hún frá í sögu sinni á samfélagsmiðlinum Instagram í dag.
Fjölskylda Johns lagði af stað í fyrradag til Pakistan, en þau fara í þeim tilgangi að ljúka leiðangri hans til að klifra fyrstur manna upp K2 fjallið að vetrarlagi, þar sem hann fórst á síðasta ári.
Lína Móey fer í fyrramálið í morgunsjónvarpið hjá næst stærstu sjónvarpsstöð Pakistans og í framhaldi af því mun fjölskyldan fara að hitta forseta landsins.
Hún hefur sagt frá ferðinni á samfélagsmiðlinum Instagram en fjölskyldan mun dvelja í Pakistan í tvær vikur og flokkast þau sem mikilvægir (e. high profile) gestir og því mun herinn taka á móti þeim þegar þau lenda í Íslamabad, höfuðborg Pakistan.
Fjölskylda Johns Snorra hafði fyrr í þessum mánuði óskað þess að hann yrði færður og grafinn þar sem vinir hans og fjallgöngumennirnir Ali Sadpara og Jaun Pablo eru grafnir. Að öðrum kosti yrði hann færður frá gönguleiðinni þangað sem hann sæist ekki.