Gul viðvörun í kvöld

Gul viðvörun verður á suðurland og suðausturlandi í kvöld.
Gul viðvörun verður á suðurland og suðausturlandi í kvöld. mbl.is/Kristinn

Varað er við slæmu veðri á Suðurlandi og Suðausturlandi á vefsíðu Veðurstofu Íslands en gefin hefur verið út gul viðvörun sem mun taka gildi seinna í kvöld.

Á Suðurlandi mun gul viðvörun taka gildi klukkan sjö í kvöld og gilda til klukkan níu en varað er við mikilli rigningu undir Eyjafjöllum Mýrdalsjökli. Þá er tekið fram að vindhraði mun vera á bilinu átta til fimmtán metrar á sekúndu og að búast megi við hækkun vatnsyfirborðs í ám og lækjum.

Þá er ítrekað að mikilvægt sé að fylgjast með aðstæðum á leið inn í Þórsmörk og öðrum leiðum þar sem óbrúaðar ár eru margar. 

Á Suðausturlandi mun viðvörunin taka gildi klukkan tíu í kvöld og gilda til miðnættis. Að því sem fram kemur á vefsíðu Veðurstofunnar mun vindhraði vera svipaður þar og á Suðurlandi frá klukkan sjö til níu. 

Þá kemur fram að búast megi við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem muni auka hættu á flóðum og skriðuföllum. Mun það mögulega valda tjóni og trufla samgöngur.

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og er göngu- og hjólafólk sérstaklega varað við og beðið um að búa sig undir slagveður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert