Helga Atladóttir ráðin hjúkrunardeildarstjóri

Helga Atladóttir, hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild Landspítalans.
Helga Atladóttir, hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild Landspítalans. Ljósmynd/Landspítalinn

Helga Atladóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri á göngu- og samfélagsdeild Landspítalans. Helga hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala frá árinu 2016 þar sem hún gegndi stöðu hjúkrunardeildarstjóra á útskriftardeild L2 á Landakotsspítala í Reykjavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu Landspítala.

Áður starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun og á endurhæfingardeild í Þýskalandi og síðar sem hjúkrunarforstjóri á Höfða, hjúkrunar og dvalarheimili á Akranesi.

Helga Lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Ísland árið 2000 og MS prófi í hjúkrunarstjórnun frá frama skóla árið 2011.

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Unnur Karen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert