Keppnishlaup í Elliðaárdal

Hlaupasumarið stendur nú sem hæst.
Hlaupasumarið stendur nú sem hæst. mbl.is/Eggert

Um 200 manns hafa skráð sig í keppnishlaup í Elliðaárdal annað kvöld. Spáð er ágætu hlaupaveðri, 10 stiga hita og hægum vindi. Fram undan eru svo meðal annars Vatnsmýrarhlaupið 4. ágúst og Reykjavíkurmaraþonið 20. ágúst.

Eftir hlaupið í Elliðaárdal annað kvöld verður verðlaunaafhending og boðið upp á veitingar og tónlist og útdráttarverðlaun.

Að sögn Ívars Páls Jósafatssonar, eins skipuleggjenda Adidas Boost-hlaupsins, er um að ræða löglega mælt 10 km hlaup um Elliðaárdal og Fossvog.

„Leiðin er kjörin til bætinga en hlaupið hefst við Rafstöðvarheimilið í Rafstöðvarbrekkunni í Elliðaárdal og endar aðeins neðar í sömu brekku,“ segir Ívar Páll.

Nánari upplýsingar um hlaupið má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert