Lokað verður fyrir umferð um Nýbýlaveg meðan malbiksviðgerðir standa yfir milli 09:00 til 16:30 í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Loftorku.
Malbikað verður í tveimur áföngum, annars vegar vestan megin með hringtorgi við Nýbýlaveg/Lund og hins vegar frá hringtorgi Nýbýlavegs að Hábraut.
Upprunalega var áætlað að framkvæmdir myndu klárast fyrir klukkan 14 en tafir hafa orðið.