Öll umferð til og frá vellinum var stöðvuð

Öll umferð til og frá Keflavíkurflugvelli var stöðvuð í gær …
Öll umferð til og frá Keflavíkurflugvelli var stöðvuð í gær eftir að sprengjuhótun barst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öll umferð til og frá Keflavíkurflugvelli var stöðvuð í klukkutíma í gær eftir að sprengjuhótun fannst í Airbus-flugvél á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum en henni var snúið við og lent á Keflavíkurflugvelli í kjölfarið.

Þetta staðfestir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við mbl.is

Guðjón segir að það sé hefðbundin aðgerð á flugvöllum í Evrópu að stöðva umferð til og frá vellinum í klukkutíma í kjölfar þess að sprengjuhótun berist. „Þetta gerist sjálfkrafa þegar að sprengjuhótun berst.“

Seinkun á brottförum og komum

Hann segir að þess vegna hafi nokkrar vélar lent aðeins seinna en áætlað var og aðrar vélar lagt seinna af stað en upprunalega var lagt upp með. 

Á vefsíðu Isavia kemur fram að sautján flug frá klukkan 16 til 20 hafi farið meira en hálftíma seinna af stað en tilkynntur brottfarartími. Lengsta töfin var á flugi til Billund í Svíþjóð en því seinkaði um einn og hálfan tíma. 

Einnig varð seinkun á nokkrum flugferðum til Íslands. Til dæmis lenti flugvél frá Munchen í Þýskalandi klukkan 18:39 á Leifsstöð en hún átti upprunalega að lenda klukkan fjögur.

Guðjón segir að þrátt fyrir töf hafi hann ekki heyrt af því að neinar athugasemdir hafi verið gerðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert