Telur að mál læknis hjá HSS verði fellt niður

Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lögmaður læknis, sem grunaður er um að hafa veitt sjúklingum tilefnislausa lífslokameðmeðferð í starfi sínu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, býst við því að málið verði fellt niður.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að dómkvaddir matsmenn, sem rannsökuðu meðferðir á sjúklingum í kjölfar ásakana um stórfelld brot tveggja lækna, hafi skilað af sér matsgerð sem Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á.

Kemur fram að rannsókninni sé ólokið en að matsmennirnir telji að skráning læknismeðferða á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í tölvukerfum hafi verið með öðrum hætti en á öðrum sjúkrastofnununum og ekki hafi verið samræmi á milli skráningar í tölvukefum og þeim meðferðum sem hafi verið veittar.

„Ég vænti þess að málin gegn mínum um­bjóðanda verði nú felld niður í kjöl­far niður­stöðu mats­mannanna og að rann­sókn verði hætt,“ er haft eftir Almari Möller, lögmanni annars læknisins, í Fréttablaðinu.

Annar læknanna er grunaður um að hafa hafa valdið ótímabæru andláti alls níu sjúklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka