Útsýnispallurinn opnaður fyrir almenna umferð

Ljósmynd/Róbert Daníel Jónsson

Útsýn­ispall­ur­inn á Bola­fjalli hef­ur verið opnaður fyr­ir al­menna um­ferð. Fjallið er 638 metra hátt, við Bol­ung­ar­vík á Vest­fjörðum. Bald­ur Smári Ein­ars­son, bæj­ar­full­trúi í Bol­ung­ar­vík­ur­kaupstað, seg­ir að ferðalang­ar geti nú farið á pall­inn.

Um 20 metr­ar eru frá bíla­stæðinu að út­sýn­ispall­in­um og er aðgengið gott. Að sögn Bald­urs er búið er að setja grind­verk fyr­ir, þannig að fólk komi sér ekki í hættu. Á Bola­fjalli er hrjóstr­ug há­slétta og þaðan er mikið víðsýni til allra átta. Bald­ur seg­ir út­sýnið frá út­sýn­ispall­in­um vera fag­urt en upp­lif­un­in sjálf við að fara út á pall­inn standi upp úr.

„Þetta snýst um áhrif­in þegar maður fer út á pall­inn,“ seg­ir hann í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert