Andlát: Bragi Þórðarson

Bragi Þórðarson.
Bragi Þórðarson. Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson

Bragi Þórðar­son, fyrr­ver­andi prent­smiðju­stjóri, bóka­út­gef­andi og rit­höf­und­ur, er lát­inn, 89 ára að aldri. Bragi fædd­ist á Akra­nesi 24. júní 1933 og gekk þar í skóla. Hann lauk sveins­prófi í prentiðn (setn­ingu) árið 1954 og öðlaðist meist­ara­bréf árið 1957. Bragi starfaði í tæpa þrjá ára­tugi í Prent­verki Akra­ness, fyrst við setn­ingu en síðan sem prent­smiðju­stjóri og einn af eig­end­um fyr­ir­tæk­is­ins. Hann stofnaði ásamt El­ínu eig­in­konu sinni Hörpu­út­gáf­una árið 1960.

Árið 1982 seldi Bragi sinn hlut í Prent­verki Akra­ness og sneri sér al­farið að út­gáfu­starf­semi og ritstörf­um. Sama ár stofnuðu hann og Elín Bóka­skemm­una, bóka- og tölvu­versl­un á Akra­nesi, sem þau ráku til árs­ins 1992. Hörpu­út­gáf­una ráku þau í hátt á fimmta ára­tug eða til árs­ins 2007. Alls voru gefn­ir út um 500 titl­ar á starfs­tíma Hörpu­út­gáf­unn­ar. Eft­ir Braga liggja alls 22 bæk­ur þar sem hann ritaði einkum um þjóðleg­an fróðleik tengd­an Akra­nesi og Borg­ar­fjarðar­héraði en einnig tvær ævi­sög­ur.

Bragi var mjög virk­ur í fé­lags­mál­um alla tíð. Hann sat m.a. í stjórn Fé­lags ís­lenska prentiðnaðar­ins, í stjórn Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda, í stjórn Sögu­fé­lags Borg­ar­fjarðar og í stjórn Bæj­ar- og héraðsbóka­safns Akra­ness á ár­un­um 1966-1996, þar af stjórn­ar­formaður í 10 ár. Hann var skáti og virk­ur í skát­a­starf­inu á Akra­nesi frá 1943, þar af fé­lags­for­ingi Skáta­fé­lags Akra­ness um ára­bil. Hann vígðist í Odd­fellow­regl­una árið 1960 og var virk­ur fé­lagi til æviloka. Þar gegndi hann fjöl­mörg­um trúnaðar­störf­um bæði fyr­ir stúku sína og regl­una á landsvísu.

Heiðurs­borg­ari Akra­ness

Bragi hlaut Borg­firsku menn­ing­ar­verðlaun­in og Menn­ing­ar­verðlaun Akra­nes­kaupstaðar árið 2004. Sama ár var hann gerður að heiðurs­fé­laga í Fé­lagi ís­lenskra bóka­út­gef­enda. Hann var sæmd­ur heiðurs­merki Odd­fellow­regl­unn­ar árið 2005 og árið 2006 varð hann heiðurs­fé­lagi í Skáta­fé­lagi Akra­ness. Bragi var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 2007.

Árið 2018 veitti bæj­ar­stjórn Akra­ness hon­um nafn­bót­ina heiðurs­borg­ari Akra­ness.

Ef­ir­lif­andi eig­in­kona Braga er Elín Þor­valds­dótt­ir og eignuðust þau tvö börn, Þor­vald og Bryn­dísi. Barna­börn­in eru fjög­ur og eitt barna­barna­barn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert