Tilvonandi móðir fær ekki gistingu á sjúkrahóteli

Sjúkratryggingar eru með rammasamning við Hótel Akureyri, sem gat ekki …
Sjúkratryggingar eru með rammasamning við Hótel Akureyri, sem gat ekki tekið á móti Rannveigu.

Ung tilvonandi móðir er ósátt við Sjúkratryggingar Íslands þar sem engin gisting er tiltæk á Akureyri á meðan hún dvelur þar yfir settan dag. 

„Nú þarf ég á Akureyri að bíða eftir að fæða barnið mitt. Þetta er mitt fyrsta barn og ómögulegt að segja nákvæmlega hvenær hann ákveður að frumsýna sig,“ skrifar Rannveig Lóa Haraldsdóttir, sem býr á Egilsstöðum, á Facebook-síðu sinni.

Hótel Akureyri er með rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands og telst því sjúkrahótel en hótelið gat einungis boðið henni gistingu í eina nótt. 

Samið við hótel sem veiti ferðamönnum forgang

„Hversu magnað er sjúkratryggingakerfi Íslands. Svo magnað að eini rammasamningurinn um gistiþjónustu fyrir fólk sem þarf að sækja heilbrigðisþjónustu á Akureyri er gerður við Hótel Akureyri sem neitar sjúklingum um þjónustu og veitir ferðamönnum forgang,“ skrifar hún. 

Í samtali við mbl.is segir Rannveig að Sjúkratryggingar Íslands gefi þær skýringar að í samningsskilmálum SÍ og Hótel Akureyrar standi að hótelið sé ekki bundið til þess að veita gistingu, sé háannatími og uppbókað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert