„Hefði orðið mikið lottó“

Bráðabirgðabrú, sem notuð er í stað ókláraðrar brúar við Jökulsá …
Bráðabirgðabrú, sem notuð er í stað ókláraðrar brúar við Jökulsá á Sólheimasandi, hefur hingað til staðið af sér mikla vatnavexti. mbl.is/Jónas Erlendsson

Bráðabirgðabrú, sem notuð er í stað ókláraðrar brúar við Jökulsá á Sólheimasandi, hefur hingað til staðið af sér mikla vatnavexti sem urðu í kjölfar úrhellisrigningar á Suðurlandi og víðar í dag.

Óvíst var hvort brúin stæði af sér vatnavextina og var því gripið til aðgerða, sem reyndust nauðsynlegar, að sögn Ágústs Bjartmarssonar, yfirverkstjóra Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal.

„Virðist hafa dugað“

„Þetta virðist hafa dugað. Ef ekkert hefði verið gert, þá hefði það verið mikið lottó,“ segir hann.

Rigningin er farin að minnka á svæðinu og er ekki útlit fyrir að neinar skemmdir hafi orðið á brúnum undir Eyjafjöllum eftir vatnavextina.

Mokað var undan bráðabirgðabrúnni við Jökulsá og þannig opnað betur fyrir vatnsflauminn, en ný brú við ána er enn í smíðum.

Myndavél Veðurstofunnar er staðsett á svæðinu og verður fylgst grannt með vatnavöxtum í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert