Ölgerðin staðfesti í samtali við mbl.is dag að skortur sé á Maxi-Bíópoppsalti í matvöruverslunum landsins.
Á dögunum hefur mikil umræða myndast á samfélagsmiðlinum Twitter um málið og segjast landsmenn ósattir við skort á birgðum.
HVAÐ VARÐ UM POPPSALTIÐ??? pic.twitter.com/2EvUT7mQ1c
— ⚔️ e-bet (@jtebasile) July 23, 2022
Starfsmaður í þjónustuveri Ölgerðarinnar segir að varan sé framleidd af erlendu fyrirtæki og flutt inn af Ölgerðinni, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um hvernig á því stendur að skortur sé á vörunni.
Neytendur lýstu miklum vonbrigðum á samfélagsmiðlinum Twitter vegna skortsins og vildu greinilega fá svör, eins og má sjá á athugasemdum notenda á færslunni:
Landsmenn krefjast svara!
— ElectricRodBoy (@ElectricRodBoy) July 23, 2022
Nokkrir notendur kepptust um að setja fram kenningar og gerðu sér ýmsar hugmyndir um skyndilegt hvarf saltsins:
Þetta reyndist vera takmörkuð auðlind, ekki óskylt helíum, þurfti að hætta framleiðslu.
— Skúli Arnlaugsson (@Arnlaugsson) July 23, 2022
Landsmenn þurfa þó ekki að örvænta, þar sem pöntun á saltinu hefur verið send til framleiðanda, en óvíst er hvenær má vænta sendingarinnar.