Meðalhraðamyndavélar reynast vel

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ágæt reynsla hefur fengist af notkun hraðamyndavéla sem settar voru upp í nóvember sl. á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Vélarnar mynda umferð sem þarna fer um, það er á tveimur stöðum og með því að mæla tímann sem það tekur bílana að aka milli þeirra mælipunkta er meðalhraði þeirra reiknaður út. Gögn úr myndavélunum eru yfirfarin af lögreglunni á Vesturlandi og sektir gefnar út, ef ástæða er til.

Hámarkshraði á Grindavíkurvegi er 90 km/klst. en 70 km/klst. í Norðfjarðargöngunum. „Vélarnar halda hraðanum vel niðri, við fáum ekki inn í þær vélar bíla á miklum hraða. Þar eru fyrst og fremst ökumenn sem eru 3-7 km yfir þeim hraða sem við mælum á,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson, settur yfirlögregluþjónn á Vesturlandi.

Til stendur að setja upp innan tíðar meðalhraðamyndavélar í Hvalfjarðargöngum. Þá er slíkur búnaður nýlega kominn upp í Dýrafjarðargöngum vestra en er ótengdur enn.

Nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka