Meðalhraðamyndavélar reynast vel

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ágæt reynsla hef­ur feng­ist af notk­un hraðamynda­véla sem sett­ar voru upp í nóv­em­ber sl. á Grinda­vík­ur­vegi og í Norðfjarðargöng­um.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, miðviku­dag.

Vél­arn­ar mynda um­ferð sem þarna fer um, það er á tveim­ur stöðum og með því að mæla tím­ann sem það tek­ur bíl­ana að aka milli þeirra mælipunkta er meðal­hraði þeirra reiknaður út. Gögn úr mynda­vél­un­um eru yf­ir­far­in af lög­regl­unni á Vest­ur­landi og sekt­ir gefn­ar út, ef ástæða er til.

Há­marks­hraði á Grinda­vík­ur­vegi er 90 km/​klst. en 70 km/​klst. í Norðfjarðargöng­un­um. „Vél­arn­ar halda hraðanum vel niðri, við fáum ekki inn í þær vél­ar bíla á mikl­um hraða. Þar eru fyrst og fremst öku­menn sem eru 3-7 km yfir þeim hraða sem við mæl­um á,“ seg­ir Ásmund­ur Kr. Ásmunds­son, sett­ur yf­ir­lög­regluþjónn á Vest­ur­landi.

Til stend­ur að setja upp inn­an tíðar meðal­hraðamynda­vél­ar í Hval­fjarðargöng­um. Þá er slík­ur búnaður ný­lega kom­inn upp í Dýra­fjarðargöng­um vestra en er ótengd­ur enn.

Nán­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert