Meirihluti umsækjenda vildi nafnleynd

Glerárkirkja á Akureyri.
Glerárkirkja á Akureyri. mbl.is/Sigurður Ægisson

Á vef Þjóðkirkjunnar hefur verið tilkynnt hverjir sóttu um tvö störf sem auglýst voru laus til umsóknar fyrir skömmu. Nú bar svo við að fleiri umsækjendur óskuðu nafnleyndar en þeir sem heimiluðu birtingu nafna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Biskup Íslands óskaði eftir presti til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út 17. júlí síðastliðinn. Þrjú sóttu um og tvö óskuðu nafnleyndar. Umsækjandi er Helga Bragadóttir guðfræðingur. Allar gildar umsóknir fara til valnefndar.

Glerárprestakall er í sveitarfélaginu Akureyrarkaupstað. Í því er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn. Sóknin er á samstarfssvæði með Akureyrarsókn, sem myndar Akureyrar- og Laugalandsprestakall.

Þá auglýsti biskup Íslands eftir djákna til þjónustu í Grafarvogsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur var til 17. júlí 2022.

Fjórir umsækjendur voru um starfið. Tvö óska nafnleyndar, en hin eru dr. Guðmundur Brynjólfsson djákni og Kristín Kristjánsdóttir djákni. Sóknarnefnd ákveður hver verður ráðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert