Nýr Gosi upphaf að bættri aðstöðu í Bláfjöllum

Afkastagetan í Bláfjöllum eykst verulega með nýjum Gosa.
Afkastagetan í Bláfjöllum eykst verulega með nýjum Gosa. mbl.is/Hákon

Vinnuflokkar frá austurríska lyftuframleiðandanum Doppelmayr og ÍAV vinna nú að uppsetningu tveggja nýrra skíðalyftna í Bláfjöllum. Báðar ná þær upp í tæplega 700 metra hæð, það er Gosi, sem er 500 metra löng lyfta, og Drottning sem nálgast 1.100 metrana.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

„Þetta mun bæta aðstöðuna á skíðasvæðinu mikið og fjölga möguleikunum fyrir iðkendur hér,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV í Bláfjöllum. Menn hans sjá um jarðvinnu og steypa undirstöður lyftnanna, sem Austurríkismennirnir setja upp. Stefnt er að því að Gosi verði tilbúinn til notkunar í haust en Drottning fljótlega á næsta ári.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samþykktu fyrir nokkru að verja til ársins 2026 alls liðlega fimm milljörðum króna til uppbyggingar á skíðasvæðum. Þunginn þar er settur á Bláfjöll, þar sem til viðbótar við nýjar lyftur stendur til að koma upp búnaði til snjóframleiðslu, sem þykir mikilvægt svo lengja megi skíðatímabilið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert