Ríkissaksóknari tjáir sig ekki um kæruna

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru …
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. kjörin á Alþingi saksóknari vegna ákæru á hendur Geirs H. Haarde

Ríkissaksóknari mun ekki tjá sig um kæru Samtakanna '78 á hendur Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla í garð samkynhneigðra hælisleitanda í færslu á Facebook.

„Kærumálið fer í hefðbundinn farveg hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu líkt og fram hefur komið af hálfu lögreglustjórans og tjái ég mig ekki um það mál,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Þá segir hún mál Helga Magnúsar enn vera til meðferðar og gat hún ekki veitt frekari upplýsingar um það.

Í svarinu kemur einnig fram að vararíkissaksóknari sé í sumarleyfi og verði það næstu vikurnar.

Helgi Magnús sagði í samtali við mbl.is í gær að hann hefði ekki verið beðinn um að stíga til hliðar vegna færslunnar og að hann teldi sig ekki hafa brotið lög með henni.

Í færslunni sagði: „Flest­ir hæl­is­leit­end­ur koma í von um meiri pen­ing og betra líf. Hver lýg­ur sér ekki til bjarg­ar? Þar fyr­ir utan er ein­hver skort­ur á homm­um á Íslandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert