TikTok-stjarna deilir myndbandi úr vélinni

Skjáskot úr myndbandinu sem Tiktok-stjarnan deildi á samfélagsmiðlinum.
Skjáskot úr myndbandinu sem Tiktok-stjarnan deildi á samfélagsmiðlinum.

TikTok-stjarna og húðflúrari, sem notast við notendanafnið Winniethejroo á samfélagsmiðlinum, var um borð í flugvélinni sem var snúið við á leið sinni frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum og lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar á mánudaginn.

Winniethejroo er með um 1,5 milljónir fylgjenda á Tiktok.

Hann deilir myndskeiði af því þegar flugvélinni var snúið við og er það eins og stendur með hátt í milljón áhorf og hafa 67 þúsund manns lækað myndskeiðið.

@winniethejroo

what a crazy experience.. still here in iceland 🫠 will update soon 🤞🏽 wish me luck

♬ Stranger Things - Kyle Dixon & Michael Stein

Engum hafi verið hleypt á salerni

Winniethejroo segir að hann og aðrir farþegar hafi verið teknir í gíslingu af lögreglunni og að engum hafi verið leyft að fara á salerni.

Því er þó mótmælt í athugasemdum við myndskeiðið.

Þá sést þegar lögreglan tók mynd af hverjum og einasta farþega.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við mbl.is í dag að það sé venjuleg framkvæmd í kjölfar sprengjuhótunar. 

Allir farþegar flugvélarinnar þurftu að skilja eftir handfarangur sinn á …
Allir farþegar flugvélarinnar þurftu að skilja eftir handfarangur sinn á flugbrautinni en lögreglan leitaði í öllum farangrinum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert