Tvær gjörólíkar veðurspár fyrir helgina

Ein spáin gerir ráð fyrir því að lægð gangi yfir …
Ein spáin gerir ráð fyrir því að lægð gangi yfir landið en önnur gerir það ekki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt báðum helstu langtímaspám sem veðurfræðingar hér á landi miða við getur veðrið um verslunarmannahelgina farið á tvo mjög mismunandi vegu. Önnur spáin reiknar með lægð um allt land, norðvestan strekkingi og snjókomu til fjalla Norðurlands en hin spáin spáir engri lægð hér á landi á laugardagsmorgun.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur bendir á þetta á veðurvefnum Bliku og segir „nagandi óvissu“ ríkja um veðrið yfir verslunarmannahelgina í færslu sinni á Facebook.

Spáir hvorki úrkomu né köldu lofti

Langtímaspárnar sem Einar vísar til eru annars vegar ECMWF (Evrópska reiknimiðstöðin) og GFS (ameríska spáin) en þær sýna mjög ólíka útkomu fyrir veðrið um verslunarmannahelgina.

Samkvæmt ECMWF-spánni á að vera töluverð lægð yfir landinu með úrkomu á laugardagsmorguninn en GFS-spáin reiknar ekki með því. GFS-spáin reiknar með talsvert hlýrra veðri og spáir fyrir þrýstiflatneskju yfir landinu og hvorki úrkomu né köldu lofti úr norðri, gagnstætt við ECMWF-spána.

Einar segir það vera háð tilviljun, hvor spáin eigi eftir að rætast. Ljóst þykir þó með hvorri spánni flestir Íslendingar halda enda margir í ferðahug fyrir komandi helgi. 

Hér má sjá ólíkur spárnar fyrir laugardaginn frá ECMWF til …
Hér má sjá ólíkur spárnar fyrir laugardaginn frá ECMWF til vinstri og GFS til hægri. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert