Útlit fyrir að vatnshæð aukist

Líklegt er að vatnshæð haldi áfram að hækka en bráðum …
Líklegt er að vatnshæð haldi áfram að hækka en bráðum fer að sjatna í ánum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Vatnshæð hefur aikist umtalsvert í flestum ám á Suðurlandi og við Mýrdalsjökul, síðan í morgun.

Útlit er fyrir að úrkoma hafi náð hámarki en líkur eru á að vatnshæðin eigi eftir að hækka í nótt, að sögn Böðvars Sveinssonar, veðurfræðings á Veðurstofu, en á sama tíma er þegar farið að sjatna í nokkrum ám. 

Engin hætta á ferðum enn þá

Vatnshæðin í Jökulsá á Sólheimasandi hefur hækkað um 56 sentímetra síðan klukkan 08.00 í morgun samkvæmt vatnshæðarmælum Veðurstofunnar.  Mest var hækkunin á milli 11.00 og 14.00 í dag en síðan þá hefur hún hækkað um 14 sentímetra. 

„Það hefur hækkað í henni og er enn þá að hækka aðeins en engin hætta er á ferðum enn þá,“ Böðvar og bætir við að ekki er útlit fyrir að hættan aukist.

Ölfusá hækkar 

Þá hefur Ölfusá á Selfossi hækkað um 11 sentímetra síðan klukkan 08.00 í morgun en í nótt hækkaði hún um 5 til 6 sentímetra.

Spár gera ráð fyrir mikilli rigningu á Suðausturlandi fram á kvöld og er viðbúið að enn hækki talsvert í ám á sunnanverðu landinu. Von er á skúrum eftir það sem líður á kvöldið og nóttina en mesta úrkoman er gengin yfir á Suðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert