Bólusetning gegn apabólu farin af stað

Von er á fleiri bóluefnaskömmtum á næstunni en samtals verða …
Von er á fleiri bóluefnaskömmtum á næstunni en samtals verða þeir 1.400. AFP

Ísland fékk 40 bóluefnaskammta gegn apabólu frá Danmörku nýverið og voru þeir gefnir í þessari viku.

Von er á fleiri bóluefnaskömmtum gegn apabólu frá Evrópusambandinu, að sögn Guðrúnar Aspelund, yfirlæknis á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis.

Bóluefnið sem um ræðir er frá Jynneos og er skráð til notkunar fyrir fullorðna við bólusótt en talið er að það veiti einnig vernd gegn apabólu.

Von er á að minnsta kosti 1.400 skömmtum til landsins af bóluefni Jynneos.

Gefið áhættuhópum

Gert er ráð fyrir að bólusetning verði boðin þeim sem verða útsettir fyrir apabólu, sérstaklega einstaklingum með undirliggjandi ónæmisbælingu og heilbrigðisstarfsmönnum. 

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur ann­ast kaup á bólu­efn­inu. Því er út­hlutað til þeirra þjóða sem taka þátt í Evr­ópu­sam­starf­inu HERA og EU4health og er út­hlut­un­in hlut­falls­leg í sam­ræmi við íbúa­fjölda hverr­ar þjóðar. 

Nýtt apabólusmit greindist á landinu í gær en tíu hafa greinst með veiruna hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka