Ekki tókst að færa John Snorra

Sadpara og John Snorri. Sadpara var færður til greftrunar síðasta …
Sadpara og John Snorri. Sadpara var færður til greftrunar síðasta sumar af syni sínum.

Ekki tókst að færa lík Johns Snorra og grafa þar sem vin­ir hans og sam­ferðamenn Ali Sa­dp­ara og Jaun Pablo eru grafn­ir. Þessu greindi Lína Móey Bjarna­dótt­ir, ekkja Johns Snorra, frá í sögu sinni á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram í dag.

Fjöl­skylda Johns ferðaðist til Pak­ist­ans fyrr í vik­unni í þeim til­gangi að ljúka leiðangri hans á fjall­inu K2, þar sem John, Sa­dp­ara og Pablo fór­ust í fe­brú­ar á síðasta ári. Síðasta sum­ar fór son­ur Sa­dp­ara upp á fjallið til þess að færa lík föður síns til greftr­un­ar og var Pablo síðar graf­inn á sama stað. Um er að ræða gríðarlega erfiða og hættu­lega för.

Munu leita annarra leiða

„Ég varð fyr­ir ótrú­leg­um von­brigðum. Ekki út í þá, held­ur að það hafi ekki verið hægt að gera neitt. Ég hugsa bara að ég hefði viljað vera í grunn­búðum og getað verið í betra sam­bandi við alla þarna,“ sagði Lína Móey í sögu sinni.

Hún mun nú eiga fund með ein­hverj­um þeirra sem reyndu við verk­efnið og leita annarra leiða. 

„Nú erum við í raun­inni að reyna að koma upp með annað plan.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka