Hvítur Renault-Trafic sendiferðabíll varð eldi að bráð í gærmorgun klukkan 10.40 á Tjarnargötu og var slökkviliðið kallað út til að slökkva eldinn. Þetta staðfestir slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
Líklegast var um vélarbilun að ræða en rafmagnstruflun varð í bílnum áður en það kviknaði í honum. Við komu slökkviliðsins að bílnum var kominn mikill eldur í bílinn og þurftu þeir að hafa hraðar hendur til að ná stjórn á eldinum.
Að sögn slökkviliðsins var eigandi bílsins í kappi við tíman við að bjarga verkfærum úr bílnum þegar að þau báru að garði en þá stóð eldur úr vél bílsins undir vélarhlífinni.
Slökkviliðið segir að eigandinn hafi verið með mikið af verkfærum í bílnum sem að eigandinn mat sem mjög verðmæt.