Enn gul viðvörun: fólk sýni aðgát

Varasamt getur verið að keyra með aftanívagn í dag til …
Varasamt getur verið að keyra með aftanívagn í dag til klukkan 15 á sumum landshlutum. Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson

Veðurstofa Íslands hvetur fólk sem ekur á bílum með aftanívagna, eða sem er á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind, til að sýna aðgát.

Gul viðvörun er enn í gildi og verður í gildi til klukkan 15 í dag á Ströndum, Norðurlandi vestra og á Miðhálendinu. Viðvörunin gildir til klukkan 11 við Breiðafjörð.

Aðstæður geta verið varasamar eða hættulegar fyrir ferðamenn og útivistarfólk sem ætlar sér á Miðhálendið á þessum tíma.

Lægir í kvöld

Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands segir að það verði ákveðin suðvestanátt í dag. Skúrir, einkum vestanlands og 8 til 14 stiga hiti, en bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi og hiti upp í 15 til 20 stig. Lægir í kvöld.

Snýst í norðan golu eða kalda á morgun. Skýjað og sums staðar smáskúrir, en rigning um landið austanvert annað kvöld. Hiti verður á bilinu 6 til 15 stig, mildast sunnanlands.

Norðvestan strekkingur með rigningu og svölu veðri á Norðaustur- og Austurlandi á verður á laugardag, annars hægari vindur og allvíða skúrir.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert