„Fólk hlakkar til þeirra daga sem nú fara í hönd. Hefðirnar eru sterkar og sömuleiðis sú menning sem Þjóðhátíð fylgir,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson í Vestmannaeyjum. Hann var meðal fjölmargra sem í gærkvöldi mættu í Herjólfsdal til að koma þar fyrir grind að þjóðhátíðartjaldi sínu.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.
Lengi gilti að á ákveðnum tíma var fólki sem mætti á svæðið gefið merki um að hlaupa af stað til að helga sér reit á tjaldsvæðunum.
„Margir voru talsvert móðir eftir slíkt hlaup og jafnvel slösuðust. Þjóðhátíðarnefnd breytti því fyrirkomulaginu og nú sækir fólk einfaldlega um lóð með því að sækja um ákveðin svæði. Oftast fær fólk þannig staðinn sem það vill. Ég tel mig að minnsta kosti stálheppinn að fjölskyldan hafi fengið Þórsgötu 17,“ segir Bjarni Ólafur sem mætti á svæðið í gær með tjaldgrindina. Dúkur verður svo lagður þar yfir síðdegis í dag.
Meira í Morgunblaðinu í dag.