Hitinn ekki náð 20 stigum í borginni

Hiti hefur ekki náð 20 stigum í borginni í sumar.
Hiti hefur ekki náð 20 stigum í borginni í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hitinn á þessu fremur svala sumri hefur ekki enn náð að kljúfa 20 stiga múrinn í Reykjavík. Og miðað við veðurspár mun það ekki gerast á næstu dögum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Þegar liðnir eru rúmlega þrír mánuðir af sumrinu er hæsti lofthiti sem mælst hefur í Reykjavík 17,9 stig. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Trausta Jónssyni veðurfræðingi.

„Hiti fer ekki í 20 stig á hverju ári í Reykjavík, fræg eru samfelld 15 ár án tuttugu stiga árin 1961-1975,“ segir Trausti.

Hann segir að undanfarin ár hafi hins vegar staðið sig nokkuð vel. Fara þurfi sex ár aftur í tímann, til ársins 2014, til að finna ámóta stöðu og nú. Þá hafði hiti ekki náð nema 17,5 stigum í júlílok en fór síðan mest í 19,7. Árið eftir, 2015, hafði hitinn þó náð 19,4 – en ekki tuttugu, en gerði það í ágúst. Árið 2012 var hæsti hiti ársins fram til 31. júlí 18,6 stig en náði 20 stigum í ágúst.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka