Market Hong Phat ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að stöðva sölu og innkalla Shin Red Super Spicy Noodles.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en þar segir að ástæða innköllunarinnar sé sú að varnarefnið Iprodione greindist yfir leyfilegum mörkum í vörunni en það er flokkað sem krabbameinsvaldandi efni og getur því valdið heilsuskaða ef þess er neytt í miklu magni.
Market Hong Phat, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, sér um dreifingu vörunnar og eru viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig má skila henni gegn endurgreiðslu í verslun Market Hong Phat, Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við: