Innkalla tortilla-flögur frá Santa Maria

Saltaðar Santa Maria Organic Tortilla Chips hafa verið innkallaðar.
Saltaðar Santa Maria Organic Tortilla Chips hafa verið innkallaðar. Ljósmynd/Aðsend

Paulig-Santa Maria AB í Svíþjóð og Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla saltaðar tortilla-flög­ur (Santa Maria Org­anic Tortilla Chips) í 125 gramma umbúðum, sem voru til sölu í versl­un­um Hag­kaupa.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Aðföng­um, sem segja þetta gert með hliðsjón af ör­yggi og vel­ferð neyt­enda.

Ástæða inn­köll­un­ar­inn­ar er sú að í vör­unni hafa nátt­úru­legu efn­in atrop­in og scopolam­in greinst yfir mörk­um sem skil­greind eru í reglu­gerð. Hóf­leg neysla hafi þó eng­in heilsuskaðleg áhrif.

Viðskipta­vin­um Hag­kaupa sem keypt hafa vör­una er ráðið frá því að neyta henn­ar og geta skilað henni í versl­un­ina þar sem hún var keypt gegn fullri end­ur­greiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert