Sjálfboðaliðar óskast í selatalninguna miklu sem fer fram á laugardaginn á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra.
Kemur fram í tilkynningu að tilgangur talningarinnar sé að fylgjast með fjölda og útbreiðslu sela á þessum slóðum en talið verður á yfir hundrað kílómetra svæði. Öll fjaran verður gengin, selir taldir og skráðir.
Selasetur Íslands á Hvammstanga stendur að talningunni en það er eitt af markmiðum setursins að fræða almenning um seli og um þær selarannsóknir sem selasetrið stendur fyrir.
„Selatalningin styður við frekari rannsóknir með því að afla þekkingar um fjölda sela á þessum slóðum. Það að sjá sel í sínu náttúrulegu umhverfi er skemmtilegt upplifun,“ segir í tilkynningu.
Hægt er að skrá sig í talninguna á vefsíðunni selasetur.is en þar má einnig finna frekari upplýsingar og dagskrá.