Smyglaði kókaíni í flugi frá Mílanó

Maðurinn var dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi, án skilorðs.
Maðurinn var dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi, án skilorðs. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Nígerískur ríkisborgari var nýverið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæpu kílói af kókaíni eða 896,66 grömmum, með 81% til 85% styrkleika. 

Maðurinn var dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi án skilorðs og var honum einnig gert að greiða þóknanir verjenda sinna og annan sakarkostnað.

Efnið var ætlað til söludreifingar hér á landi og flutti maðurinn það hingað sem farþegi með flugi frá Mílanó á Ítalíu til Keflavíkurflugvallar. 

Var maðurinn dæmdur fyrir stórfellt brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni en hann játaði brot sín skýlaust. Til frádráttar refsingunni kom gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt frá 22. maí, að fullri dagatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert