Um hundrað manns frá björgunarsveitum og lögreglu ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leitinni að þýskum ferðamanni í dag en ekkert hafði spurst til hans í nokkra daga.
Ábending barst í gærkvöldi um bifreið á erlendum númerum sem var búin að standa óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Í bifreiðinni var miði sem gaf til kynna að maðurinn ætlaði í gönguferð.
Aðgerðarstjórn vegna þessa máls var virkjuð á Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa.
Fréttin hefur verið uppfærð