Telja að hinn látni sé ferðamaðurinn

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann látna manneskju í „svokölluðum Skriðum“ austan Hvalvatnsfjarðar rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Lögreglan telur líklegt að um sé að ræða mann sem leitað hefur verið að í dag á svæðinu. Það hefur ekki fengist staðfest með formlegum hætti. Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook.

Um hundrað manns frá björg­un­ar­sveit­um og lög­reglu ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leitinni að þýskum ferðamanni í dag en ekk­ert hafði spurst til hans í nokkra daga.

Ábending barst í gærkvöldi um bifreið á erlendum númerum sem var búin að standa óhreyfð í marga daga í Flateyjardal. Í bifreiðinni var miði sem gaf til kynna að maðurinn ætlaði í gönguferð.

Aðgerðarstjórn vegna þessa máls var virkjuð á Húsavík og björgunarsveitir af Norðurlandi eystra boðaðar til leitarstarfa.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka