Þolmarkadagur jarðarinnar er í dag

Að því sem fram kemur á vefsíðu Umhverfisstofnunar eru auðlindir …
Að því sem fram kemur á vefsíðu Umhverfisstofnunar eru auðlindir jarðar komnar að þolmörkum. AFP

Jarðabúar eru komnir að þolmörkum á nýtingu auðlinda jarðar í dag samkvæmt því sem kemur fram á vefsíðu Umhverfisstofnunar. 

Í því felst að frá og með deginum í dag er gengið harðar á auðlindir jarðar heldur en auðlindirnar ná að endurnýja sig fyrir þetta ár. 

Umhverfisstofnun byggir þetta á reiknilíkani frá alþjóðlegu samtökunum Global Footprint Network sem er hannað til að áætla vistspor þjóða. Með því er áætlað hvenær þjóðir heimsins hafa klárað þau náttúrulegu gæði sem jörðin býður okkur ár hvert. 

Þessi dagur kallast Earth overshoot day á ensku eða dagurinn sem við förum í yfirdrátt gagnvart jörðinni.

Að því sem fram kemur á vefsíðu Umhverfisstofnunar hefur þolmarkadagur jarðar færst framar með hverju árinu sem líður. Árið 1972 var þolmarkadagur jarðar 14. desember, 20 árum seinna var hann 15. október og árið 2012 var hann 4. ágúst.

Hægt er að lesa meira um þolmarkadaginn og Global Footprint Network á vefsíðu samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert