Þyrlan tekur þátt í leitinni

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir mannskap á Húsavík.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir mannskap á Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur nú þátt í leitinni að þýska ferðamanninum í Flateyjardal.

Þetta staðfestir varðstjóri Landhelgisgæslunnar í samtali við mbl.is.

Þyrlan kom við á Húsavík til að sækja þar mannskap í leitina en um 100 manns frá lögreglunni og björgunarsveitum hafa leitað mannsins í dag en ekkert hefur spurst til hans í nokkra daga.

Leita eins lengi og lögreglan óskar

Karen Ósk Lárusdóttir, staðgengill upplýsinga- og kynningarfulltrúa Landsbjargar, segir leitarsvæðið sem verið er að vinna út frá stórt og útgangspunktinn vera bíl mannsins.

„Það eru einu vísbendingarnar sem við höfum,“ segir hún.

Hún segir björgunarsveitirnar munu leita mannsins í kvöld „meðan lögreglan óskar eftir aðkomu okkar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert