Vestfirðingar eru byrjaðir að tína ber

Veður í maí var með besta móti fyrir berjavöxt. Mynd …
Veður í maí var með besta móti fyrir berjavöxt. Mynd úr safni. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Vel horfir með berjasprettu í ár að mati Sveins Rúnars Haukssonar læknis, sem er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar um berjasprettu. Enda berast af því fréttir að fólk sé nú þegar farið að tína ber á Vestfjörðum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Sveinn hefur sjálfur kynnt sér stöðu mála í Elliðaárdalnum í Reykjavík sem og í Borgarfirði. Þá kveðst hann hafa fengið jákvæðar fréttir víðar af landinu, til dæmis frá Vestfjörðum.

„Þær lofuðu ekki góðu, spárnar fyrir maí, því spáð var köldu veðri. En reyndin varð önnur, sem betur fer. Góður lofthiti í maí er úrslitaatriði fyrir berjasprettuna. Þetta hefur verið rannsakað í Dýrafirði,“ segir Sveinn Rúnar. Önnur atriði hafa áhrif, snjóalög og fleira, en þau skipta minna máli. „Þetta gæti orðið afar gott aðalbláberjaár fyrir vestan og víðar,“ bætir hann við.

Á skoðunarferðum sínum sá Sveinn Rúnar fallega grænjaxla í krækiberjalyngi strax í júníbyrjun og í Elliðaárdalnum sá hann fallega sætukoppa. „En það getur margt gerst frá því að lyngið blómstrar þar til maður fær berin í hendurnar. En þetta lítur óneitanlega vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert