Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að sólin gæti látið sjá sig í dag sunnan- og vestanlands.
Það verði norðlæg átt, gola eða kaldi. Víða smáskúrir, en ætti að sjást eitthvað til sólar sunnan- og vestanlands í dag. Í kvöld er spáð að regnsvæði komi inn á austanvert landið.
Á morgun er spáð stífri norðvestanátt með rigningu á Norðaustur- og Austurlandi, en hægari vindi og skúrum í öðrum landshlutum.
Hiti verði á bilinu 5 til 15 stig, mildast sunnantil.