Aldrei fleiri hvít tjöld í Herjólfsdal

Í ár sóttu alls 266 um að fá lóðir undir …
Í ár sóttu alls 266 um að fá lóðir undir hvít tjöld. mbl.is

Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, telur alveg óhætt að segja að fjöldi fólks sé mættur til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð sem verður formlega sett í dag klukkan 14.30 „og þá er þetta bara áfram gakk,“ segir Hörður.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Hann segir Herjólf hafa verið fullan í allan gærdag. Í gærkvöldi voru enn lausar ferðir með Herjólfi í dag og næstu daga til Eyja en aftur á móti var orðið uppselt í Herjólf frá Eyjum til Landeyjahafnar á mánudaginn. Enn var þó laust í flug síðdegis.

Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Harðar í gærkvöldi var undirbúningurinn á lokametrunum, eftirvæntingin mikil og húkkaraballið rétt handan við hornið en ballið fór að venju fram á fimmtudegi fyrir Þjóðhátíð. „Það er allt bara á réttri leið,“ segir Hörður.

Mikil spenna hjá Eyjamönnum

Hann bendir auk þess á að aldrei hafi fleiri hvít tjöld verið sett upp í Herjólfsdalnum heldur en fyrir Þjóðhátíð í ár en alls sóttu 266 um að fá lóðir undir hvít tjöld.

„Þannig að það er mikil stemning, ekki bara hjá því fólki sem er að koma heldur líka hjá okkur Eyjamönnum. Þú finnur það bara í loftinu, það er mikil spenna og mikil tilhlökkun.“

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka