Ekki borist erindi um uppbyggingu fyrir NATO

Frá Finnafirði.
Frá Finnafirði. Ljósmynd/EFLA

Sveitarfélagið Langanesbyggð segir í tilkynningu að sér hafi ekki borist nein erindi um uppbyggingu hafnarmannvirkja í Finnafirði.

„Vegna fréttaflutnings í fjölmiðlum í morgun vill Langanesbyggð koma því á framfæri að sveitarfélaginu hefur ekki borist nein erindi frá utanríkisráðuneytinu eða NATO um uppbyggingu hafnarmannvirkja eða viðlegukants í Finnafirði,“ segir í tilkynningu á vef Langanesbyggðar.

Hefði farið fram á viðlegukant

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Atlants­hafs­banda­lagið, NATO, hef­ði farið fram á heim­ild til þess að byggja viðlegukant í Finnafirði við Langanesbyggð.

Þá kom fram að utanríkisráðuneytið hefði farið fram á að kanturinn yrði reistur og að hann yrði við bæinn Gunnólfsvík.

Jafnframt sagði að uppbygging væri meðal annars gerð til að birgja upp skip á vegum NATO og til þess að hvíla áhafnir. Einnig yrði mögu­lega aðstaða fyr­ir birgðaskip frá NATO.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert