Þóra Birna Ingvarsdóttir
Bóluefnið sem notað er við apabólu hér á landi fær Ísland að kostnaðarlausu fyrir ríkissjóð. Evrópusambandið stendur straum af fjármögnun bóluefnisins og Ísland fær tiltekinn fjölda skammta úthlutaðan, með tilliti til höfðatölu.
Þetta staðfestir Ásthildur Knútsdóttir skrifstofustjóri heilbrigðisráðuneytisins.
Hún segir ástæðuna vera þá, að Ísland er hluti af HERA-samstarfi Evrópusambandsins sem var stofnað 16. september 2021. Faraldur Covid-19 þótti gefa tilefni til að auka samstarf milli heilbrigðiskerfa í Evrópu, samráðsvettvang sérfræðinga og samræmingu innkaupa á bóluefnum og smitvarnarbúnaði.
Eins og áður hefur komið fram er bóluefnið frá lyfjafyrirtækinu Jynneos og fá þjóðirnar úthlutað í hlutfalli við höfðatölu, þó aldrei færri en 1.400 skammta.
Ísland hefur nú þegar fengið 40 skammta að láni frá Danmörku og á því von á seinni 1.360 skömmtunum á næstu dögum.