Hluti af starfsemi Heilsugæslunnar í Grafarvogi fer nú einnig fram í Árbænum eftir að flytja þurfti stöðina úr húsnæði sínu vegna nauðsynlegra umbóta.
Á meðan umbætur standa yfir mun hefðbundin starfsemi heilsugæslunnar fara fram á tveimur stöðum, í Spönginni og í Hraunbæ. Þá verða blóðrannsóknir framkvæmdar í aðstöðu Heilsugæslu Árbæjar.
Í tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að leitast verði við að sinna öllum skjólstæðingum stöðvarinnar þrátt fyrir breytingarnar en á næstu vikum og mánuðum verður farið í stefnumótunarvinnu, unnið í að bæta mönnun lækna og stefnt að því að stórbæta þjónustu Heilsugæslu Grafarvogs.
Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um hvernig skipulaginu verður háttað: