Höfrung rak á land í Gróttu

Myndir af hræinu þarfnast frekari yfirlegu.
Myndir af hræinu þarfnast frekari yfirlegu. Ljósmynd/Viðar Víkingsson

Höfrung rak á land í Gróttu í dag og virðist vera um hnýðing að ræða, að sögn Sverris Daníels Halldórssonar, sjávarlíffræðings hjá Hafrannsóknarstofnun.

„Þeir eru algengir á þessum slóðum,“ segir Sverrir. Hann reiknar með því að bæjaryfirvöld hreinsi burt hræið. Nokkuð hefur verið um hvalreka á landinu og rak höfrunga nýverið á land í Hrútafirði svo dæmi sé nefnt.

Við fyrstu sýn líkist hræið háhyrningi en Dr. Filippa Isabel Samarra, hvalasérfræðingur, útilokar þann möguleika.

Hvítur maginn gæti blekkt en Filipa segir að líkur séu á að hvalurinn hafi afmyndast og þess vegna minni hræið á háhyrning.

Myndir af hræinu þarfnast frekari yfirlegu.
Myndir af hræinu þarfnast frekari yfirlegu. Ljósmynd/Viðar Víkingsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert