Nokkuð kröftugur jarðskjálfti varð í sunnanverðum Mýrdalsjökli klukkan tvær mínútur í ellefu í kvöld.
Fyrsta mat á skjálftanum er að hann hafi verið 4,2 að stærð, að sögn náttúruvársérfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Nokkrir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.
Gefin verður út lokastærð þegar skjálftinn hefur verið yfirfarinn af náttúruvársérfræðingi.