NATO óskar eftir því að byggja á Langanesi

Fáni NATO.
Fáni NATO. AFP/Mateusz Slodkowski

Atlantshafsbandalagið, NATO, hefur farið fram á heimild til þess að byggja viðlegukant á Langanesi. Landhelgisgæslan mun hafa sýnt áhuga á að nýta aðstöðuna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Þar segir að utanríkisráðuneytið hafi farið fram á að langur viðlegukantur fyrir NATO verði reistur norðan megin í Finnafirði í Langanesbyggð.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins yrði kanturinn við bæinn Gunnólfsvík.

Meðal annars yrði þetta gert til þess að birgja upp skip á vegum NATO og til þess að hvíla áhafnir. Einnig verður mögulega aðstaða fyrir birgðaskip frá NATO.

Til greina kemur að aðstaða yrði fyrir birgðaskip frá NATO. Rætt hefur verið um að Landhelgisgæslan fengi aðstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert