Snjóflóðahætta fólgin í að færa lík Johns Snorra

Frá grunnbúðum fjallgöngumanna á leið á K2.
Frá grunnbúðum fjallgöngumanna á leið á K2. AFP

Fjöl­skylda Johns Snorra kom sam­an á blaðamanna­fundi í Pak­ist­an í dag til að ræða við fjöl­miðla þar í landi.

Eins og mbl.is greindi frá lagði fjöl­skyld­an af stað til Pak­ist­an í vik­unni í þeim til­gangi að ljúka leiðangri Johns að klifra fyrst­ur manna upp K2 fjallið að vetr­ar­lagi, þar sem hann lést í fe­brú­ar á síðasta ári.

Á fund­in­um fór Lína Móey, ekkja John Snorra, með yf­ir­lýs­ingu fyr­ir hönd fjöl­skyld­unn­ar. Yf­ir­lýs­ing­in hófst á því að hún þakkaði fyr­ir góðar mót­tök­ur í Pak­ist­an. 

Síðan minnt­ist hún á vináttu John og Ali Sa­dp­ara, sem lést í sömu ferð. Að mati fjöl­skyld­unn­ar var vinátt­an djúp­stæð og ein­læg.

Vegna þess hafi henni fund­ist hún skuld­bund­in til að ferðast til Pak­ist­an, til að þakka þeim sem hafa stutt hana á þess­um erfiðu tím­um og til að heim­sækja þann hluta Pak­ist­an sem John elskaði.

Mis­lukkaðist aft­ur að færa John

John Snorri og Lína Móey.
John Snorri og Lína Móey.

„Við kom­um hingað í þeirri von að vera viðstödd ef mögu­leiki væri á því að færa John frá slóðinni á K2 og leggja hann til hvílu ná­lægt vini hans og göngu­fé­laga Ali, og sömu­leiðis göngu­fé­laga þeirra beggja, Juan Pablo,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni þeirra en ekki hef­ur tek­ist að færa lík John Snorra.

Eft­ir því sem fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni mis­heppnuðust til­raun­ir til að færa John Snorra aft­ur í dag. Þá fór fjög­urra manna lið, leitt af Mingma G., að toppi K2 og reyndi að færa hann í tvær klukku­stund­ir án ár­ang­urs. Þá var mik­ill snjór í hlíðinni sem skapaði hættu á snjóflóði. Þau segja að þær upp­lýs­ing­ar muni hjálpa þeim að meta hvað skuli gera næst.

Vegna staðsetn­ing­ar Johns er mik­il snjóflóðahætta fólg­in í því að færa hann. Það gæti stefnt öll­um 150 fjall­göngu­mönn­un­um sem reyna nú að klífa fjallið í mikla hættu.

Fjöl­skyld­an ít­rek­ar mik­il­vægi þess að John verði aðeins færður ef það telst ör­uggt.

Held­ur enn í trúna

„Ég trúi því og veit það í hjarta mínu að John og Ali hafi náð upp á topp á K2 í fe­brú­ar 2021. John hafði mitt skil­yrðis­lausa samþykki og stuðning fyr­ir því að elta draum sinn úr barnæsku, að kom­ast á topp K2 bæði að sumri til og vetri til,“ sagði Lín­ey og bætti við að þau hafi alltaf haft þá sam­eig­in­legu trú að skapa líf sem væri þess virði að lifa.

Í lok yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar þakkaði Lín­ey fyr­ir þann stuðning og hlýju sem fjöl­skyld­an hef­ur fundið fyr­ir frá svo mörg­um. Síðan taldi hún upp stjórn­völd í Pak­ist­an, her­for­ingja Pak­ist­an, ut­an­rík­is­ráðuneyti Pak­ist­an, og fleiri aðila í Pak­ist­an.

„Við vilj­um þakka her­for­ingj­um á staðnum og flug­mönn­um í Skar­du sem leiddu leit­ina af John og sér­stak­lega Sajid Sa­dp­ara, Elia Saiklay og PK Sherpa sem voru með John og Ali síðustu dag­ana á fjall­inu og hafa gengið í gegn­um svo margt ásamt fjöl­skyld­unni.“

Þá tók hún fram að Pak­ist­an myndi ávallt verða í hjarta henn­ar og barna þeirra og að þau ætli sér að snúa aft­ur til Pak­ist­an inn­an nokk­urra ára þegar börn­in eru orðin eldri og ganga sam­an upp að grunn­búðum K2.

John Snorri ásamt feðgunum Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali.
John Snorri ásamt feðgun­um Muhammad Ali Sa­dp­ara og Sajid Ali.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert