Stefnir í verðmætasta ár í ferðaþjónustu

Fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands í ár, er að fara fram úr þeim spám sem gefnar höfðu verið út. Nú stefnir í að ferðamennirnir verði á bilinu 1,6 til 1,7 milljónir. Forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir 1,4 milljónum og greiningaaðilar bjuggust jafnvel við færri.

Það sem vekur hins vegar enn meiri ánægju er sú staðreynd að hver ferðamaður skilur nú eftir sig mun meiri verðmæti. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að árið verði hið besta sem við höfum upplifað í verðmætasköpun í greininni og slái jafnvel út stóru árin 2018 og 2019 fyrir heimsfaraldur. Jóhannes Þór er gestur Dagmála í dag og ræðir þessa stöðu ásamt þeim áskorunum sem greinin stendur frammi fyrir, en þær eru fjölmargar.

Hann segir þetta einkar jákvætt í hagfræðilegu samhengi fyrir þjóðarbúið og ríkissjóð. Allir greiningaaðilar á markaðnum voru sammála um að miklu máli skipti hvernig ferðaþjónustan tæki við sér þegar horft væri til þess hversu fljótt Ísland kæmist út úr efnahagslægðinni sem fylgdi Covid.

Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert