Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í dag vegna elds sem upp kom í potti og eldavél á Þinghólsbraut í Kópavogi.
Vel gekk að slökkva eldinn og tók það um hálftíma en reykræst var í kjölfarið, að sögn vaktmanns slökkviliðsins.
Á sama tíma var slökkvilið kallað út í Hvassaleiti eftir að minniháttar eldur kom upp í fjölbýlishúsi. Var ein slökkvistöð send á staðinn og gekk sömuleiðis vel að slökkva eldinn.
Minniháttar tjón hlaust af eldsvoðanum á báðum stöðum.