Vildi koma fyrir sólbaðsstofu í íbúðarhúsnæði

Ákvörðun byggingarfulltrúa um að hafna umsókn vegna innréttingar á sólbaðsstofu …
Ákvörðun byggingarfulltrúa um að hafna umsókn vegna innréttingar á sólbaðsstofu í Tryggvagötu 32 á Selfossi var ekki felld úr gildi af hálfu úrskurðarnefndar. Ljósmynd/Aðsend

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála féllst ekki á kæru einstaklings um að fá ákvörðun byggingarfulltrúa, sem hafnaði umsókn hans um breytingar innanhúss vegna innréttingar á sólbaðsstofu í rými ofan á bílskúr, hnekkt.  

Upphaf málsins má rekja til ársins 2020, en þá hafði einstaklingurinn sótt um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna reksturs sólbaðsstofu á Tryggvagötu 32 á Selfossi, en um íbúðarhúsnæði er að ræða.

Því var hafnað af hálfu byggingarfulltrúa þar sem starfsemin samræmdist ekki skipulagi, samþykki meðleigjenda lægi ekki fyrir og önnur fyrirliggjandi gögn væru ófullnægjandi.

Ári síðar fóru að berast sveitarfélaginu athugasemdir við aðstæður að Tryggvagötu og eftir eftirlitsferð byggingarfulltrúa vaknaði grunur um að þar væri rekin sólbaðsstofa. Undir árslok 2021 barst síðan úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kæra þar sem farið var fram á að ákvörðun byggingarfulltrúans yrði felld úr gildi.

Nefndin hafnaði kröfu kærenda þar sem ekki lá fyrir samþykki allra eigenda hússins né meirihluta eigenda miðað við eignarhluta.

Var byggingarfulltrúa Árborgar því rétt að hafna umsókn kæranda um breytingar innanhúss og breytta notkun hluta hússins að Tryggvagötu 32.  Þá samræmdist umsótt leyfi um breytta notkun ekki landnotkun svæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert