Æ fleiri grunnir skjálftar benda til goss

Varnargarðar við hraunið í suðurhluta Merardala sem reistir voru í …
Varnargarðar við hraunið í suðurhluta Merardala sem reistir voru í fyrra. mbl.is/Unnur Freyja

Eins og fram hefur komið er mat sérfræðinga að um kvikuhlaup geti vel verið að ræða. Það gæti lognast út af eða kvika brotið sér leið upp á yfirborðið. Æ fleiri grunnir skjálftar myndu benda til þess.

Þetta skrifar jarðfræðingurinn og fyrrverandi alþingismaðurinn Ari Trausti Guðmundsson í færslu á facebook-síðu sinni um skjálftahrinuna á Reykjanesskaga sem nú stendur yfir.

Ari bendir á að klukkan 16.30 í dag höfðu 465 skjálftar mælst í hrinunni, „margir á 4-8 km dýpi, örfáir á yfir 10 km dýpi og allmargir á 1-4 km dýpi. Erfitt er að meta slíkt nú af dýptartölum í töflu á vefsíðu [Veðurstofu Íslands ] (vegna fjöldans) en ekki örgrannt að sú sé einmitt þróunin.“ 

Hann segir enn fremur að skjálftahrinan sem hófst um hádegisbil í dag eigi sér upptök á aflangri norðaustur-lægri rein nokkru norðan við Meradali og þrjá til fjóra kílómetra norðaustan við Fagradalsfjall. „[Þ]eir raðast í hefðbundna NA-sprungustefnu og hliðlægt við gossprunguna frá 2021,“ skrifar hann og vísar í Skjálfta-Lísu Veðurstofunnar. 

Skjáskot af Skjálfta-Lísu í dag.
Skjáskot af Skjálfta-Lísu í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert