Gæti jafnvel sést til sólar

Úrkomulítið og milt verður sunnanlands.
Úrkomulítið og milt verður sunnanlands. mbl.is/Árni Sæberg

Alldjúp lægð suðaustur af landinu hreyfist til norðurs og mun grafa um sig út af Melrakkasléttu. Kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands að lægðin valdi norðanátt sem dregur svalt heimskautloft yfir landið.

Dálítið mun rigna á austanverðu landinu en þar liggur úrkomusvæði lægðarinnar. Hins vegar verður sums staðar slydda eða snjókoma til fjalla og hálkublettir á vegum vegna kuldans.

Veðurfræðingur bendir á að nokkrar veðurviðvarnir vegna úrkomu og vinda eru í gildi til hádegis.

Þó segir að sunnanlands verði úrkomulítið og milt og jafnvel mun sjást til sólar.

Á morgun er spáð vestanstrekkingi og rigningu víða norðanlands, en mun hægara og stöku skúrum syðra. Sums staðar hvöss vestnátt og hviðótt úti við norðausturströndina og er veðurviðvörun í gildi þess vegna.

„Að öðru leyti ætti stærsta ferðahelgi ársins að geta orðið flestum til ánægju ef ferðalangar búa sig eftir veðri og aka varlega,“ segir í hugleiðingunum.

Veður á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert